þriðjudagur, 5. október 2004



Dodgeball / Ísl: Undanbragðsbolti


Á síðastliðinn föstudag fór ég í bíó með Markúsi nokkrum á myndina Dodgeball en hennar hefur lengi verið beðið af ungum landsmönnum. Í aðalhlutverkum eru Vince Vaughn og Ben Stiller svo einhverjir séu nefndir. Hún fjallar um lélega líkamsræktarstöð sem fellur í skuggann á stærri stöð sem er hinum megin við götuna. Til að bjarga sér frá gjaldþroti ákveða steríótýpur búllunnar að stofna undanbragðsboltalið og þannig reyna að vinna reiðinnar býsn af peningum.
Þarna er á ferðinni mynd sem fylgir hollywoodformúlunni fullkomlega. Myndin er því algjörlega ófrumleg, húmorinn oft mjög barnalegur og söguþráðurinn eflaust upphugsaður af ófrumlegasta manni jarðkringlunnar. Ben Stiller á þó nokkur góð atriði en án hans væri þessi mynd sennilega með verri myndum sem ég hef séð.
Hún er það ófrumleg að þú veist sennilega hvernig hún endar áður en auglýsingarnar í bíóhúsinu eru búnar.
Ein stjarna af fjórum. Meira ætlað fyrir aldurshópinn 8-20 ára.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.