fimmtudagur, 30. september 2004

Skriffinnskan er að drepa samfélagið. Nýlega sótti ég um húsaleigubætur. Eftirfarandi þurfti ég að gera til að ná því:

* Fá kvittun í tvíriti fyrir skólagöngu minni á skrifstofu HR.
* Fá húsaleigusamning á löggildum pappír hjá BÍSN.
* Fara með húsaleigusamninginn og láta þinglýsa honum(tekur 2 daga) hjá sýslumanni.
* Fá íbúðavottorð og láta flytja aðsetur mitt á Hagstofunni.
* Fá afrit af skattaskýrslu minni hjá Ríkisskattstjóra.
* Fá afrit af launaseðlum hjá Fjársýslu Ríkisins.
* Sækja löggildan húsaleigusamninginn.
* Fylla út umsókn fyrir húsaleigubótunum fyrir 15. þess mánaðar sem ég vil fá borgað fyrir.
* Skila inn öllum ofangreindum skjölum hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur.

Til gamans má bæta því við að ég er bíllaus í borginni. Ef ekki væri fyrir Óla Rú, einkabílstjóra, þá væri ég strætóreyndasti maður norðurlanda eða mesti göngugarpur landsins um leið og ég væri fallinn í öllu hérna í skólanum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.