mánudagur, 16. ágúst 2004

Ég er búinn með peninga mánaðarins, skulda enn bifreiðagjöldin, er að fá kvef, síðasta vika mín á Egilsstöðum í bili nýhafin, heimatölvan mín virkar illa, hárið lætur ekki að stjórn, einhver notaði eina handklæðið mitt í bað í gærkvöldi, það er kalt í veðri, er með bólu í andlitinu og með skrítinn verk í bakinu auk þess sem ég er í einu versta skapi sem ég hef nokkurntíman verið í.

En hey! Ég fæ þó að borga 99.000 krónur í dag fyrir eina önn í skóla með peningum sem ég á ekki, þurfandi að borga vexti af því láni með peningum sem ég mun ekki eiga.

Af hverju í helvítinu er ég að fara framúr rúminu á svona dögum?

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.