þriðjudagur, 3. ágúst 2004



Amanda Peet leikur í Samsemd. Hún er gómsæt.


Í gærkvöldi ákvað ég að leggja rækt við minn innri mann, sleppti körfuboltaæfingu þar sem allt benti til þess að enginn myndi mæta og ég nýbúinn að lyfta, og leigði mér myndina Samsemd eða Identity sem mig hefur lengi langað til að sjá. Myndin inniheldur reiðinnar býsn af frægum leikurum sem ég nenni ekki að skrifa því þá þarf ég að hlekkja á þá og það er meiri vinna en ég nenni að standa í að þessu sinni. Smellið bara á hlekkinn að myndinni hér að ofan, fjandinn hafi það.

Allavega, myndin fjallar um 11 manneskjur sem eru strandaglópar á vegahóteli í hellidembu. Allar gerðir karaktera er að finna þarna og það myndast hörkustemning þegar leikurinn stendur sem hæst. Þá fara hótelgestir smámsaman að týna tölunni og upphefst dökk leit að sprelligosanum sem stundar morðiðnina.

Ég held ég hafi aldrei meint eftirfarandi orð jafn mikið: Ekki er allt sem sýnist í þessari mynd.

Hörkuvel leikin mynd með skemmtilegum, óvæntum og því miður alltof langsóttum söguþræði að mér fannst. Endirinn er líka svolítið kjánabangsalegur. 3 stjörnur af fjórum þrátt fyrir það. Mæli með henni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.