laugardagur, 24. júlí 2004

Sjötugu fólki, sem hlustar bara á klassíska tónlist, finnst Bítlanir leiðinleg tónlist og óvönduð. Fimmtugum Bítla aðdáendum finnst Nirvana eða Michael Jackson tónlistin leiðinleg og óvönduð. Okkur Nirvana aðdáendum finnst Britney Spears og annar slíkur óskapnaður viðbjóðslegur, klisjukenndur og ógeðslegur. Þarna höfum við virkilega náð botninum í tónlistarhlustun og því er ég að spá; hvernig í ósköpunum ætli tónlistin verði sem nútímabörnum, sem hlustar á Britney Spears í morgunmat, mun finnast leiðinleg?

Við komumst að því eftir ca 10-15 ár, vonandi þó aldrei.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.