sunnudagur, 11. júlí 2004

Mér blöskraði heldur betur heimska fólks þegar ég sá brot úr Oprah þætti í dag. Þar voru áhorfendurnir í salnum bókstaflega að putta sig í rassgatið yfir "leikurunum" í Shrek 2, þeim Cameron Diaz, Mike Myers og einhverju fleirum. Af hverju í ósköpunum? Ég lít framhjá því, að svo stöddu, að þetta fólk er til að byrja með bara leikarar, hirðfífl nútímans, og mala gull fyrir vikið sem er fáránlegt því það eina sem þau gera er að þykjast vera einhverjir aðrir fyrir framan myndavélar. Að leika færir fólki meiri frægð en t.d. að stjórna landi. Merkilegt.

Allavega, í þetta skiptið baðaði þetta fólk sig í aðdáun fólksins hjá Oprah fyrir myndina Shrek 2. Það eina sem þau gera er að lesa inn fyrir karakterana. Hvað um höfundana að sögunni? Teiknarana? Leikstjórann? Nei nei, þau lesa textann, auðvitað fá þau ríflega milljarð á kjaft fyrir það erfiða hlutverk. Fólk er fífl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.