þriðjudagur, 20. júlí 2004

Þú ferð í bankann að tala við bankastjórann um lán og önnur grafalvarleg peningamál, helst vel klæddur enda bankastjórinn alltaf í sínu fínasta.
Þú ferð í Bónus og sérð afgreiðslumanninn í bónus búningi, enda væri ósmekklegt að hafa hann nakinn í vinnunni.
Þú ferð í vinnuna fullklæddur og hringir í fólk, vitandi að það er í fötum, hugsandi um þig fullklæddan. Allt sem viðkemur nekt manns eigins er mikið feimnismál enda lifum við í siðuðu samfélagi.
En þegar farið er í íþróttahúsið að stunda íþróttir eða sund um leið og bankastjórinn, bónusafgreiðslumaður, viðskiptavinir eða aðrir sem dags daglega eru í fötum þá fer maður með þeim í sturtu eins og ekkert væri sjálfsagðara, standandi nakinn við hlið þeirra og oft spjallandi, mjög neyðarlega, við þá. Finnst engum nema mér eitthvað athugavert við þetta? Væri ekki strax skárra að hafa smá skilrúm á milli sturta, svo maður geti allavega reynt að halda virðingu sinni?

Ég sætti mig þó við þetta enda ekki annað hægt. Bara fyndið hversu bjánalegt þetta er, sérstaklega þegar maður rekur sig t.d. í bankastjórann, kviknakinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.