sunnudagur, 20. júní 2004

Upp á síðkastið hef ég verið að kljást við vandamál sem fylgir þessari tölvu. Vandamálið er mjög óvenjulegt, eins og vel flest í mínu lífi en ég virðist ekki getað séð nema helming allra stafa af sumum vefsíðum. Þannig get ég t.d. ekki verslað neitt af ebay þessa dagana og get ekki lesið mína eigin heimasíðu og nokkur önnur blogg. Til að gefa ykkur glögga mynd af vandamáli mínu tók ég mynd af síðunni minni eins og ég sé hana. Myndina er að finna hérna. Ég vona að þið sjáið þetta líka, því annars er ég með háalvarlega lesblindu.

Ég biðst því forláts ef eitthvað um uppsetninga- eða innsláttavillur leynist inn á milli færslna.

Annars er það af mér að frétta að ekkert hefur gerst utan þess að ég hef farið í sund núna þrjá daga í röð á milli þess sem ég hef verið að vinna frameftir við ýmist að lagfæra garð skattstofunnar eða að þrifa hana að innanverðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.