miðvikudagur, 23. júní 2004

Í gær sá ég fyrri partinn af myndinni Full metal jacket (Fullur málmjakki) þar sem leikarinn Vincent D'Onofrio leikur þybbinn mann sem sprellar aðeins með yfirmann sinn undir lokin. Leikarinn fer algjörlega á kostum í þessari mynd. Það vita það færri að þessi maður leikur nú einn mest pirrandi lögreglumann alheimsins í þáttunum Law and Order: Criminal intent (Lögfræði og röð: Glæpsamlegur ásetningur). Gaman af því.

Það minnir mig á það, homminn í Silence of the lambs (Lambaþögn), Ted Levine, sem heldur ungu dömunni í kjallaranum hjá sér leikur einmitt í dag aðallögreglumanninn í hinum stórkostlegu þáttum Monk (Monk) en áður reyndi hann fyrir sér sem trukkabílstjóri og rödd hans bregður fyrir í heimildamyndinni Joy Ride (Gleðireið), alveg óvænt og óplanað þar sem hann reynir að myrða nokkur ungmenni án þess að fatta að það var verið að taka alltsaman upp. Hann virðist vera að ná ferli sínum aftur á réttan kjöl eftir þá lægð.

Og meira: Nýlega fékk Reg E. Cathey tækifæri til að endurvekja frægðarsól sína eftir að hann sló eftirminnilega í gegn í myndinni Seven (Sjö) sem líkskoðari því hann lék yfirmann í hinni sjúklega ömurlegu mynd S.W.A.T. (R.U.S.L.) nú fyrir rúmu ári síðan. Eftir það hrannast á borð hans kvikmyndatilboðin og...

...ég nenni þessu ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.