laugardagur, 8. maí 2004



Ofurtöffarinn Van Helsing.


Í gærkvöldi fór ég í bíó aldrei þessu vant á myndina Van Helsing. Eitthvar ræddi bíóföruneytið um að þetta væri heimsfrumsýning en ég sel það ekki dýrara en ég keypti.
Hér er nokkrir punktar varðandi myndina:

* Myndin fjallar um einfarann Van Helsing sem sér um að slátra óvættum allskonar. Hugh Jackman leikur manninn og er hann í yngri kanntinum þar sem hinn upprunalegi Van Helsins í Drakúla ævintýrinu var gamall og klaufalegur maður. Þessi er allt annað en klaufalegur. Allt fyrir töffarakynslóðina býst ég við.
* Handritið er með þeim verri sem ég hef orðið vitni að.
* Leikurinn er slappur svo ekki sé minna sagt.
* Það er meira leikið af mönnum í Toy Story en þessari. Tæknibrellurnar eru allsráðandi, sem í þessu tilviki er galli.
* Það virðist engin hugsun vera í neinu sem fram fer í þessari mynd. Það t.d. kviknar í þaki á hestvagni þegar varúlfur stekkur á það. Bara eitt af fjölmörgum dæmum.
* Versta nýting brandara í bíómynd sem ég hef séð. Hlegið að ca tveimur bröndurum aula aukaleikarans af rúmlega 50. Það gerir 4 prósent nýtingu.
* Sætin í háskólabíó eru þau verstu í hinum siðmenntaða heimi.

Hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.