mánudagur, 24. maí 2004

Einn óhugnalegasti viðburður ævi minnar átti sér stað í kvöld þegar ég horfði á CSI þátt í góðum gír, með popppoka í annari hendi og kókflösku í hinni. Í miðjum þætti var mér litið niður þar sem ég sé hreyfingarlausa albínóakónguló sem á vantaði fæturnar og ýmislegt annað. Ég hélt þó ró minni, hugsaði bara að þetta væri poppkorn og henti henni af mér og stappaði á henni með útiskónnum mínum sem fara nú nýlega urðu 4ra ára gamlir.

Þegar því var lokið tók ég eftir að á borðinu var hreyfingarlaus stærðarinnar snakkpokalaga randafluga með enga vængi eða fætur. Það var þá sem ég "missti kúlið", lagði kókflöskuna varlega frá mér og hljóp öskrandi upp í herbergi þar sem tölvan beið mín með bros á vör og eitt ástríðufullt faðmlag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.