Þá hef ég náð nægilega slæmum árangri í körfubolta til að skrá það á þessa síðu.  Ég misnotaði nær öll mín skot á körfuna í gærkvöldi og lið mitt þurfti að sætta sig við jafntefli,  tveir leikir gegn tveimur,  við Egilsstaðabúana Danna K, Guðjón Braga, Víði og Björgvin Luther. Með mér í liði voru Óli Rúnar, Víðir Þórarins og Aðalsteinn Ingi.
Ég lít þó á björtu hliðarnar eins og alltaf og einblíni á þá tölfræði að ég blokkaði 14-15 skot á þessum klukkutíma,  jafnótrúlegt og það hljómar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.