Ég hef lengi verið að væla yfir því að ekki séu til minnistöflur og að sá sem þær myndi framleiða gæti grætt umtalsverða peninga á þeim minnislausu.  Svo brá ég út af vana mínum og fór að hugsa;  hvernig í ósköpunum eigum við minnislausa fólkið að muna eftir því að kaupa þessar umtöluðu töflur? Sjálfur hef ég ætlað mér í rúma 2 mánuði að allavega spyrja út í svona töflur á næsta apóteki,  en auðvitað gleymt því.
Eina leiðin sem ég sé í þessu er að fólk sem þjáist ekki í alvöru af minnisleysi en heldur að það geri það kaupi þetta.  Það er þó ekki stór markaður og lítil gróðavon í því.
Til gamans má geta þess að ég hef einmitt ætlað að skrifa um þetta í nokkrar vikur en gleymt því þar til núna,  þrátt fyrir minnisbókina mína góðu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.