laugardagur, 13. mars 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar ég snéri heim á Tunguveginn úr skólanum í kvöld var engu líkara en ég sjálfur hafði komið snemma heim því búið var að borða bananana mína, drekka vatnið sem ég geymi í ísskápnum, nota sápuna mína, hársápuna, raksápuna og hárnæringuna mína auk þess sem var kveikt á tölvunni minni og handklæði mitt rennandi blautt eftir augljósa notkun.  Ég kíkti inn í herbergið mitt og þar var engin Gullbrá sofandi,  hvað þá nakin en þá rann upp fyrir mér ljós; ég lifi í kommúnu á Tunguvegi 18 með fimm strákum.  Furðulegt þar sem ég hélt að allir hérna væru ýmist á miðjunni eða hægri sinnaðir,  nema ég auðvitað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.