sunnudagur, 8. febrúar 2004

Það er aðeins til ein tilfinning í heiminum sem er verri en að finna óvænt stærðarinnar bólu á bakinu eða á nefinu og það er að sitja í mötuneyti Háskólans í Reykjavík þegar fimm háværar stelpur byrja að lýsa því fyrir hvorri annarri hvernig blóðugir túrar þeirra ganga venjulega fyrir sig.
Það var því með tár í auga að ég hljóp út úr mötuneytinu, þegar þetta kom fyrir mig fyrir ca tveimur tímum síðan, og á bókasafnið þar sem ég las fréttablaðið í annað sinn á meðan umræðan kláraðist.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.