þriðjudagur, 27. janúar 2004

Síðustu tveir dagar hafa verið ansi skrautlegir. Á sunnudagskvöldið vann ég til 7 um morguninn í verkefni fyrir einhvern áfanga áður en ég mætti í skólann klukkan 10. Þann daginn var ég í skólanum til rúmlega 6 um morguninn að vinna í öðru skilaverkefni sem ég svo kláraði í dag, rétt fyrir klukkan 5. Alls hef ég því sofið um 6 tíma síðustu tvo sólarhringa.
Ég ligg því hérna núna í stofusófanum með tölvuna í klofinu og með músina á maganum (mistúlkið ef þið viljið), horfandi á áhugaverða fræðsluþætti sem ég niðurhlóð af skólanetinu um helgina á milli þess sem ég vafra á netinu mikla og skrái allt sem ég mögulega hugsa.
Ég mun að öllum líkindum finnast hérna í sófanum eftir akkúrat ár frá þessari færslu, búinn að veslast upp, rétt eins og letifórnarlambið í bestu mynd allra tíma, Seven.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.