fimmtudagur, 29. janúar 2004

Sunnudagurinn síðasti var fullur af ævintýrum. Hann hófst um tvöleitið þegar ég hitti pabba, við gengum heim til ömmu og spjölluðum við hana í góðan klukkutíma. Þaðan lá leiðin svo til vinar pabba þar sem við snæddum og spiluðum Trivial Pursuit með dætrum vinarins en báðar eru þær vægast sagt föngulegar. Eftir matarboðið var farið beint í bíó að sjá myndina 21 grams sem nýlega kom til landsins. Hér kemur því dómur minn um hana:

21 grams er mjög sérkennileg mynd. Söguþráðurinn flakkar fram og aftur í tíma og það undir vilja áhorfandans komið hversu vel hann skilur hana. Þegar myndin er svo hálfnuð fara línurnar að skýrast og eftir situr frekar einföld saga. Leikurinn er stórkostlegur hjá öllum þó að ofleikur sé þarna líka enda um 'Djöfull-ætlum-við-að-fá-óskarinn-mynd' að ræða. Í heildina litið ágætis mynd en lítið meira. Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.

Dagurinn í heild sinni fær samt fjórar stjörnur og nóttin sem eftir fylgdi hálfa stjörnu þar sem ég lærði til klukkan 6.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.