laugardagur, 24. janúar 2004

Ég er svo óheppinn að þegar ég verð heppinn þá verð ég svo heppinn að ég verð óheppinn. Sönnun:

Um daginn ætlaði ég að hringja úr tíkallasíma í ýmislegt fólk, sækja um vinnur og svo framvegis. Allavega, ég setti hundrað krónur í og hann rann beint í gegn einhverra hluta vegna. Ég ætlaði að taka hann úr hólfinu neðst þegar ég fann að hólfið var fullt af peningum. Hjartað tók kipp og ég hugsaði með mér að ég hafi loksins dottið í lukkupottinn. Málið var að hólfið var fullt af peningum sem olli því að það var ekki hægt að opna það. Hundrað krónurnar trónuðu á toppi þessarar hrúgu og ég þeim fátækari.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.