sunnudagur, 18. janúar 2004

Ef ég hefði vitað, 8 ára gamall í Trékyllisvíkinni, að árið 2004 væri ég að dunda mér við að reikna vísitölu neysluvöruverðs fyrir áfanga í skólanum, hættur að spila fótbolta og hefði ekki lengur áhuga á enska boltanum, búandi í Reykjavík og hættur að ganga í joggingbuxum einum saman þá hefði ég sennilega farið að gráta og neitað að yfirgefa Trékyllisvíkina. Svona breytist nú lífið stórkostlega.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.