laugardagur, 17. janúar 2004



Bækurnar alræmdu

Það var hér fyrir nokkrum dögum að ég fór með þremur piltungum í bíltúr í átt að Iðnú, sem er ritfangaverslun en ekki aðsetur leikfélags eins og bílstjórinn hélt fram og jók þarmeð lengd ferðarinnar um rúmlega 20 mínútur. Allavega, í þessari ritfangaverslun rakst ég á stílabækur sem ég hafði ekki séð frá því ég bjó, sælla minninga, í Trékyllisvík á árunum 1984-1989. Að sjálfsögðu keypti ég fjögur stykki, eina í hverjum lit þrátt fyrir að þær séu talsvert dýrar, með mun færri blöð en aðrar stíla- og stærðfræðibækur og ekki hægt að rífa blöðin úr með góðu móti.

Ómerkileg og leiðinleg saga? Ykkur er nær að koma hingað, skepnurnar ykkar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.