mánudagur, 15. desember 2003

Sá myndina Old Scool um daginn þegar ég átti að vera á útgáfutónleikum Atómstöðvarinnar en var latur og óframfærinn. Myndin fjallar um menn á fertugsaldrinum sem ákveða að stofna svokallað bræðralag fyrir einhverskonar framhaldsskóla. Sennilega sér amerískt en hvað veit ég svosem. Mér fannst lítið skondið við þessa mynd og söguþráðurinn hálf vonlaus. Leikurinn er þó viðunandi og Will Ferrell er góður. Hún fær ekki nema eina og hálfa stjörnu (fær hálfa aukalega af því ég er í svo þægilegum nærbuxum þegar þetta er ritað). Lifið heil.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.