mánudagur, 8. desember 2003

Margir hafa spurt mig hver munurinn er á menntaskóla og háskóla. Svarið við þeirri spurningu er einföld. Ef ekki er talið með mun erfiðara nám, fallegra kvenfólk, öðruvísi aðstaða, dýrari bækur og uppihald í háskóla þá má segja að eini munurinn sé sá að undir hvern taflmann sem er á skákborði í háskóla er dúkurinn ennþá límdur (þessi græni sem mýkir hljóðið þegar fólk skellir skákmanninum á borðið auk þess sem hann felur járnhlunkinn sem þyngir manninn) meðan menntaskólanemar rífa alltaf þennan umtalaða dúk af í einhverri tilvistarkreppunni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.