þriðjudagur, 2. desember 2003

Það hringdi einhver skrattakollur í mig í gærdag úr leyninúmeri þegar ég lá yfir bókunum. Þessi manneskja, sem var annaðhvort stelpa eða kornungur piltur sagði nokkrar órökréttar setningar sem innihéldu Gauja litla, majones og límband. Ég sagði „Ha?“ nokkrum sinnum og spurði svo hver þetta væri án þess að fá svar. Það leið ekki á löngu þar til það kom vandræðaleg þögn en þá tjáði ég ungbarninu að þetta væri hennar/hans peningur. Stuttu seinna lauk samtalinu og ég hélt lærdómnum áfram, frelsinu feginn. Mér finnst líklegt að barnið hafið fundið þetta númer á þessari síðu þar sem ég er ekki skráður í símaskrá. Mér finnst líka líklegt að þetta hafi átt að vera símaat, þó að þetta hafi verið laust við húmor.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.