sunnudagur, 21. desember 2003

Ég sé ekki fram á að ég nái að komast í almennilegt jólaskap fyrir þessi jól, frekar en fyrir þau síðustu eða þar síðustu. Þess í stað vona ég bara að eitthvað af eftirfarandi gerist svo að jólaskapið blómstri hjá mér. Líkurnar á því eru þó hverfandi.

1. Nick Cave gefi út jólalag.
2. Einhver gangi inn í auglýsingu Egils þar sem litla stelpan syngur alltaf saman helvítis lagið og segi henni að grjóthalda kjafti.
3. Þessi eða þessi hringir í mig og vill ólm fá að horfa á videóspólu með mér, eða DVD.
4. Ég bý til tímavél og komist amk 6-7 ár aftur í tímann.
5. George Bush og öll hans ríkisstjórn kafnar á saltkringlum.
6. Ég missi vitið og verði þ.a.l. eilíflega hamingjusamur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.