laugardagur, 20. desember 2003

Ég hef aldrei heyrt sömu þrjár spurningar oft koma í nákvæmlega sömu röð og eftir að ég kom austur. Þær eru eftirfarandi:

1. Sæll, hvað hefur þú verið að gera í vetur?

2. Í hvaða skóla?

3. Hvernig gengur það?

Ég er ekki að kvarta, það er létt verk og löðurmannlegt að svara þeim og þetta sýnir að fólk hefur tekið eftir því að ég er ekki á svæðinu, sem er hálfótrúlegt þar sem ég er ósýnilegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.