fimmtudagur, 11. desember 2003

Ef geimverur læsu blogg Íslenskra kvenmanna til að fræðast um lifnaðarhætti eyjaskeggja myndu þær líklega halda að á Íslandi væru bara sjónvarpsglápandi 12 ára stelpur en upp á síðastið hefur hver einasti kvenmaður þessa lands bloggað um sorpsjónvarpsefnið Idol af fáránlegri ástríðu. Sjálfur hef ég ekki skrifað svo mikið sem orð um þetta rusl enda hef ég ekki séð neinn þátt og kæri mig ekki um það.

Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég dreg þessa virtu vefsíðu í gegnum idol svaðið.

En að öðru og meira áhugaverðu efni; ég hef náð að næla mér í einhverskonar sýkingu fyrir neðan vinstra auga. Í kjölfarið sýnist ég vera með glóðarauga, lít jafnvel verr en út ella og finnst mér það ágætt. Ég stefni að því að verða óþekkjanlegur þegar ég kem austur á sunnudaginn en hingað til hef ég horast niður, varla rakað mig og ekki farið í klippingu í næstum fjóra mánuði. Næst á dagskrá er að fá mér fjólublá sólgleraugu og láta tattooera á bringuna á mér "Friður, ást og trúleysi".

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.