mánudagur, 24. nóvember 2003

Í gærkvöldi tók ég mér ca klukkutímapásu frá lærdómnum til að fara í sturtu, snyrta mig og svo villtist ég inn í stofu þar sem þátturinn Banzai var á dagskrá (í sjónvarpstækinu) en það er vitleysingaþáttur í anda falinnar myndavélar og Jackass nema að þessi þáttur er ca sjöhundruð og fimmtíu sinnum fyndnari og þolanlegri en Jackass ruglið. Ég hló allan tímann sem ég hafði augun á skjánum og þegar Harold Bishop úr nágrönnum mætti í einhverri múnderingu, bankandi á hurðir hjá fólki og hlaupandi í burtu áður en það svaraði ætlaði allt um koll að keyra í hausnum á mér sökum hláturs. Svona eftir á að hyggja held ég að nokkur rifbein á mér hafi brákast eftir atriðið. Harold Bishop, ef þú lest þetta, ég er þinn mesti aðdáandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.