sunnudagur, 16. nóvember 2003

Í gær sá ég myndina the man who wasn't there með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki. Þetta er Cohen mynd en þeir hafa gert meistaraverk á borð við The Big Lebowski og Fargo. Myndin fjallar um mann sem er daufur í dálkinn. Konan hans heldur framhjá honum og hann bregst við með skrítnum hætti. Myndin er dauf, sagan lengi af stað og lítið situr eftir. Þó er þessi mynd vel gerð og áhugaverð. Til að fullkomna daufleikann er hún í svarthvítu sem reyndar, einhverra hluta vegna, gerir hana betri. Billy Bob leikur óaðfinnanlega. Tvær stjörnur af fjórum.

Á meðan á myndinni stóð fékk ég mér fjólublátt Extra jórturleður. Í einhverri senunni hætti ég að tyggja það og geymdi hægra megin í munninum. Nokkrum mínútum síðar hafði ég gleymt tyggjóinu sem nú hafði tvístrast og þegar ég rétti úr mér hrökk minni helmingurinn af tyggjóinu niður í háls. Ég náði því þó aftur með því að ræskja mig duglega og áfram hélt myndin. Það gerist ýmislegt á meðan maður horfir á spólu, án þess að maður taki stundum eftir því.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.