mánudagur, 17. nóvember 2003

Í gær horfði ég á John Stockton DVD diskinn sem ég fékk sendan fyrir næstum tveimur vikum síðan. Ég hef sparað mér áhorfið hingað til vegna þess að ég veit hversu sorgmæddur ég yrði við að horfa á hann, í ljósi þess að Stockton hætti nýlega keppni. Áætlanir stóðust því ég þurfti að stoppa diskinn nokkrum sinnum til að hemja ekkann. Ég náði þó að klára hann að mestu en sparaði mér lokakaflann sökum tíma- og snýtiklútaleysis.
Á disknum er sagt frá því hversu einstakur leikamaður John Stockton var í raun og veru, eitthvað sem ég gerði mér fyllilega grein fyrir. Ég skal lána hverjum þeim sem vilja diskinn, með því skilyrði að vel sé farið með hann þar sem þetta er eini John Stockton DVD diskurinn á landinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.