laugardagur, 22. nóvember 2003

Ég sit hér í tölvupásu frá lærdómnum fyrir stærðfræðiprófið á mánudaginn, rétt eftir að ég slysaðist til að deilda á mér hendina. Það er þó allt í lagi því ég hyggst heilda hana aftur eftir smástund. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að eftir heildun veit ég ekki hversu marga putta ég hef. Svona er þetta bara, ég vissi hvað ég var að fara út í þegar ég skráði mig í þennan skóla.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.