föstudagur, 21. nóvember 2003

Ég ákvað að breyta þessari færslu um áhorf innlimi tunguvegs 18 á Sleepless in Seattle þar sem það var varla stakt orð í þeim pistli sannur. Hið rétta er að ég horfði einn á þessa mynd á dimmu og einmannalegu sunnudagskvöldi. Tilgangur upphaflegs pistils míns var líklega að upphefja sjálfan mig eða jafnvel að draga piltungana á mitt lága plan. Biðst ég velvirðingar á því.
Sleepless in Seattle er samt sem áður hörkumynd og kemst eflaust á top 20 listann minn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.