fimmtudagur, 27. nóvember 2003

Fyrir stuttu síðan fékk ég tölvupóst þar sem mér var tjáð að myndasíðan mín hafði ratað á borð bæjarstjórnar Egilsstaða. Ástæðan var sú að ég hafði, í snarheimsku minni, skráð teiti eitt sem fram fór í sumarbústað í mars síðastliðnum undir nafninu „lokahóf körfuknattleiksdeildar Hattar“. Það rétta í þessu máli er að sjálfsögðu það að Höttur styrkti ekki við bakið á þessu teiti né hvatti okkur til að halda þessa samankomu, hún var kostuð af þeim sem mættu og það vildi nú svo skemmtilega til að þangað rötuðu aðeins þeir sem höfðu æft með körfuknattleiksdeild Hattar um veturinn. Ég biðst því afsökunnar á því að hafa bendlað Hött við teiti þetta. Þessu hefur verið breytt.

Það gleður mig samt að frægð mín sé orðin svo mikil að bæjarstjórnir víðsvegar séu farnar að taka upp veftímarit þetta, eða dótturfyrirtæki þess.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.