sunnudagur, 2. nóvember 2003

Þessi færsla er skráð með það að leiðarljósi að láta sunnudag þennan ganga ekki í gegn blogglausan. Ég náði semsagt að bjarga mér frá aðhlátursefni bloggheimsins en það munaði þó litlu, aðeins þremur mínútum.

Ástæðan fyrir kæruleysi þessu er ekki leti, ritstífla eða vankunnátta heldur tímaleysi því ég hef eytt síðustu 12 tímum í að vinna hópfyrirlestursverkefni með fjórum stúlkum, sem allar bera nafnið Eva nema ein. Næstu tveir dagar verða frekar uppteknir en ég reyni mitt besta að koma skoðunum mínum áfram áleiðis í gegnum þessa síðu.
Eftir fyrirlesturinn, sem verður á miðvikudaginn mun ég bæta ykkur þetta með stafrænum rjómaís eða einhverju álíka góðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.