miðvikudagur, 12. nóvember 2003

Það er mikið sjálfsalakassadrama í gangi í Háskóla Reykjavíkur þessa dagana. Ég keypti mér forlátt súkkulaði í gær á hundrað krónur, eins og svo oft, en í stað þess að fá eitt stykki duttu tvö í fang mér. Ég ljómaði allur upp og áleit mig heppnasta mann skólans í nokkrar sekúndur eða þar til ég var búinn að fjárfesta í kóki úr öðrum sjálfsölukassa á 100 krónur því þegar ég hugðist drekka innihald dollunnar reyndist þar vera verulega kæstur vökvi, semsagt eitthvað skemmdur. Þar sem allir voru farnir úr afgreiðslunni og ég hafði ekki geð í mér að bíða í matsölunni til morguns með gosið til að kvarta henti ég því og keypti nýtt, og úrelti þarmeð heppni mína sem fólst í því að fá tvö súkkulaðistykki á verði eins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.