miðvikudagur, 5. nóvember 2003

Í dag klukkan 14:17 í Háskólanum í Reykjavík var haldinn fyrirlestur af hópnum E-plus. Hér eru nokkrar staðreyndir um fyrirlesturinn:

1. Fjallaði um innri markaðssetningu fyrirtækja
2. 20 mínútna langur
3. Talað á ensku
4. Í hópnum var ég ásamt fimm stúlkum
5. Hópurinn bauð upp á samlokur og kók fyrir hlustendur (styrkt af vífilfell og sóma)
6. Þrjár af stelpunum töluðu
7. Hann gekk illa

Ég hef ekki hugsað um annað en þennan fyrirlestur síðustu ca sex daga, vann samtals í honum um 40 tíma síðustu 3 daga. Þessi dagsetning (5. nóv.) hefur verið föst í hausnum á mér frá því að skólinn byrjaði vegna þessa fyrirlesturs. Þessi færsla er því ákveðin lokun á þetta mál og nú hyggst ég halda áfram með líf mitt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.