föstudagur, 24. október 2003

Strax eftir að rekstrarhagfræðiprófið, sem ég vakti í alla síðastliðna nótt til að læra fyrir og gekk mjög vel í, var búið hljóp ég í tölvuver Háskólans til að drepa tímann. Þegar ég hafði lokið við að faðma tölvuna og segjast hafa saknað hennar strunsuðu inn þrjár stelpur, klipptar úr myndinni Clueless, með getnaðarlega stelpuskræki. Þegar ég leit af tölvunni sá ég mér til skelfingar að ein þeirra var Maríkó Margrét, ein safaríkasta kú landsins. Ég er ekki þekktur fyrir að höndla umgengni við fagrar meyjar en í þetta skiptið ákvað ég að gera heiðarlega tilraun til að halda "kúlinu". Ég þóttist ekki sjá hana í fyrstu og þegar ein úr tríóinu spurði hvort prentari virkaði, snéri ég mér lengra frá þeim og þóttist ekki heyra. Hún endurtók spurninguna nokkrum sinnum og ég færði mig sífellt fjær þangað til ég áttaði mig á því að ég var kominn út í horn, liggjandi á gólfinu í fósturstellingunni og byrjaður að gráta. Þær áttuðu sig fljótlega á því að ég tala ekki við hvern sem er heldur þarf fólk að vinna inn virðingu mína áður.
Mér finnst ég hafa komið nokkuð vel frá þessu.

Ég er orðinn það þreyttur núna að ég gæfi sofið hest þannig að ég kveð í bili.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.