föstudagur, 31. október 2003

Á laugardagskvöldið síðastliðið tók ég þátt í leik sem Guggur og vinir hans ákváðu að spila á meðan þeir helltu í sig áfengi. Hann gengur út á að skrifa reiðinnar býsn af öllu sem viðkomandi dettur í hug á einni mínútu. Það sem þú mátt skrifa niður er þó skilyrðum háð og sem dæmi má taka skilyrðin að skrifa bíómyndanöfn sem byrja á I en það voru akkúrat skilyrðin sem voru uppsett þegar þessi saga hefst. Einhver ritstífla átti sér stað og ritaði ég þrjár setningar sem mig minnti að væri nöfn á myndum. Fyrst ber að nefna Imodium en það er víst þarmalyf og var ég einhverra hluta vegna stimplaður hommi í kjölfarið. Næst ritaði ég in & out en það er mynd um homma og hlógu strákarnir mikið við þessa tilviljun. Síðast en ekki síst skráði ég Into deep og þarmeð sprakk allt, ég varð vægast sagt vandræðalegur og ákvað að horfa bara á heilbrigða gagnkynhneigða mynd í herberginu mínu, fjarri hlátrasköllunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.