þriðjudagur, 28. október 2003

Laugardaginn 25. október síðastliðinn klukkan 14:23 að staðartíma hófst innrás meðleigenda minna á mitt pláss í ísskáp númer 1, Tunguvegi 18. Hingað til hef ég haft neðstu hillu norðurísskápsins í frið og ró en eftir að ég tók hliðarhillu í hurðinni á ísskápnum undir mjólk varð gremjan mikil og á laugardaginn sauð upp úr. Þeir byrjuðu á því að henda inn skyr.is í neðstu hilluna og bættu svo við tveimur undanrennufernum. Ég raðaði því skyrinu mínu upp á móti, bætti við vatninu sem ég geymi á brúsa og smjörinu sem reyndar er útrunnið en getur barist. Allt kom fyrir ekki því Óli kom þá askvaðandi úr Bónus og yfirtók neðstu hilluna með meira skyri og sardínum á tilboðsverði.
Eins og staðan er núna er ég króaður af í horninu en hyggst koma liðsforingjum andstæðinga minna á óvart með ferð í Bónus í dag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.