laugardagur, 25. október 2003

Í gær og fyrradag náði ég þeim merka árangri að vaka í 39 tíma eða frá klukkan 7:30 fimmtudaginn 23. október til 22:30 föstudaginn 24. október. Undir lokin var ég það illa farinn að ég dottaði fyrir fyrir framan sjónvarpið en það hefur ekki gerst frá 1991 þegar ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Ryð án árangurs.
Þetta er þó ekki met því ég hef mest vakað í 54 tíma veturinn 2000 þegar ég var sem næturvörður á Hótel Héraði og gleymdi að sofa eftir 2 vaktir. Það var stuttu seinna sem ég svaf yfir mig í vinnuna eftir að hafa sofið frá 8 um morguninn, svaf því stanslaust í 24 tíma rúma.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.