fimmtudagur, 23. október 2003

Ég var að dunda mér í vasareikninum mínum og komst að eftirfarandi niðurstöðum:

1. Ég hef lifað í 796.466.280 sekúndur sem gera 13.274.438 mínútur sem gera 221.240,63 klukkutíma sem gera 9.218,36 daga sem gera 1.316,91 vikur sem gera 302,86 mánuði sem gera 25,24 ár. Eftir 3.533.720 sekúndur eða 41 dag verð ég 800.000.000 sekúndna gamall sem er stórafmæli. Munið því að óska mér til hamingju 3. desember næstkomandi með áttahundruð milljón sekúndna afmælið mitt.
2. Á þessum líftíma mínum hefði sæði getað verið búið að synda rúmlega 4 kílómetra, ef það gæti lifað svo lengi en ég reikna með því að eitt sæði syndi 3 millímetra á mínútu (samkvæmt rannsóknum mínum).
3. Ef ég hefði aldrei klippt á mér fingurneglurnar um ævina væru þær orðnar ca 64 sentímetrar að lengd og táneglurnar 16 sentímetrar.
4. Um ævina hef ég blikkað augunum rúmlega 133.000.000 (hundraðþrjátíuogþrjár milljónir) sinnum.
5. Um ævina hef ég einu sinni lent í 3ja sæti á sundmóti. Þarmeð get ég reiknað með því að lenda í þriðja sæti á einu sundmóti á 25 ára fresti, sem gefur mér að ég muni 2 í viðbót ná þeim árangri. Ég hlakka til þess.

Þá get ég aftur snúið mér að hinu raunverulega lífi, sem þýðir heimalærdómur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.