mánudagur, 27. október 2003

Ég gerði hugsanlega verstu kaup allra tíma um daginn, hvar annarsstaðar en í Bónus! Ég sá tuttugu batterí saman á rétt rúmar 400 krónur sem er ótrúlega vel sloppið hugsaði ég. Venjulega kosta fjögur saman um 400 krónur en þá frá stærra nafni. Á umbúðunum stóð orðrétt "Super extra heavy duty - Powercell" og ég hugsaði ekki nánar um það heldur keypti. Þegar ég svo stakk tveimur stykkjum í geisladiskaspilarann minn og þrjú lög höfðu klárast áttaði ég mig á því að ég hefði keypt köttinn í sekknum. Batteríin voru búin. Samtals dugaði þessi tuttugu battería pakki í að spila þrjá geisladiska. Þegar ég rýndi betur í orðin "super extra heavy duty" fattaði ég að þessi setning þýðir alls ekki neitt.
Það sannast því hið margkveðna; Bónus er mesta ruslverslun á landinu en þetta vill sauðheimskur almúginn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.