þriðjudagur, 14. október 2003

Enn ein reynslusagan úr Reykjavíkinni.

Í gær gekk ég inn í næstum fullan strætó á eftir róna sem lyktaði skelfilega, var tannlaus og illa til fara auk þess sem hann smjattaði á jórturleðri eins og hann ætti lífið að leysa. Eflaust fínasti náungi samt sem áður. Á eftir mér gekk ægifögur snót, á að giska 20 ára með vöxt sem myndi sæma sér vel í heimildamynd um góða líkamsvexti. Ég settist niður aftarlega í næstsíðasta sætisparið (tvö og tvö sæti saman í strætó fyrir þá sem ekki þekkja til) og róninn hinum megin við ganginn í síðasta sætisparið. Nú lenti fagra snótin í vanda því ef hún ætlaði að setjast þá varð hún að setjast hjá einhverjum. Það var ekki að spyrja að því, hún settist við hliðinni á rónanum, sem er eflaust fínasti náungi. Það er nú samt ekki laust við að brot af sjálfstraustinu hafi horfið þennan dag og mun að öllum líkindum aldrei koma aftur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.