föstudagur, 17. október 2003

Ef ég mætti ráða því hvaða raunhæfa persóna ég væri úr einhverri bíómynd myndi ég hiklaust velja að vera the Dude úr The Big Lebowski, öðru nafni Jeff Lebowski. Það að gera ekki nokkurn skapaðan hlut og stressa sig ekkert á því heillar mig einhverra hluta vegna.
Sá karakter í bíómynd sem er hvað líkastur mér er þó án efa Charlie Kaufman úr hinni sérstöku mynd Adaptation sem ég sá um daginn. Allt í fari þess karakters er eins og hjá mér; stressið, óheppnin, hugsunarhátturinn, kvennamál og annað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.