miðvikudagur, 22. október 2003

Af þessu að dæma stendur tíminn í stað á Egilsstöðum og er ennþá síðastliðinn laugardagur þar. Þetta hlýtur að vera eitthvað það merkilegasta sem gerst hefur í mannkynssögunni en ennþá hef ég ekkert heyrt um þetta í fréttunum. Atburður þessi getur haft í för með sér frábærar afleiðingar. Ég sé strax í hendi mér þann möguleika að fólk geti lifað að eilífu, engar afskriftir verða af tólum og tækjum í fyrirtækjarekstri og öll kvöld verði laugardagskvöld. Að sjálfsögðu pantaði ég rétt í þessu flug austur síðasta laugardagskvöld.

Það getur líka verið að vefmyndavélin sé biluð en það er miklu leiðinlegri möguleiki þannig að ég læt sem hann sé ekki til.

Með þessari ritgerð minni kæmist ég eflaust í stjórn spiritistaklúbb Íslands.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.