föstudagur, 26. september 2003

Mér er það minnistætt þegar ég var ungur, efnilegur piltur að horfa á barnaefni stöðvar tvö á laugardagsmorgnum þegar Afi tók sér frí til Tailands og Begga nokkur frænka tók við í nokkrar vikur. Hún fór með frábærar vísur í hverjum þætti og í hverri einustu var rímið „Það er út í hött að éta kött“. Á sínum tíma skemmti ég mér konunglega við þetta og hló mikið enda um afbragðsrím að ræða. Það var ekki fyrr en ég rifjaði þetta upp nýlega að ég áttaði mig á hver tilgangur heilaþvotts þessa er. Í mörgum löndum, þó aðallega í Asíulöndum, eru kettir borðaðir með bestu lyst. Begga frænka var því með þessu rími sínu, allan þennan tíma, að stuðla að kynþáttafordómum á meðal krakka á aldrinum 3-12 ára. Grátlegt hversu lágt sumar manneskjur leggjast til að koma sínu fram.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.