fimmtudagur, 25. september 2003





Í gærkvöldi gerði ég mér glaðan dag með því að leigja mér stórmyndina "Amélie" sem einnig þekkist undir nafninu "Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain" með hinni stórfögru Audrey Tautou í aðalhlutverki. Hún fer á kostum sem feimin stelpa sem vill öllum vel en gerir lítið í sínum eigin málum. Að sjálfsögðu er myndin mjög vel leikin, vel gerð og mjög skemmtileg. Eitthvað er um tæknibrellur en vel er farið með þær og myndin snýst ekki um þær eins og svo margar myndir. Ég mæli með þessari mynd þrátt fyrir væmni í lokin (segi ekki meira en það). Þrjár og hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.