þriðjudagur, 15. júlí 2003

Mér finnst ömurlegt hvernig hægt er að hagræða sannleikanum með skrautlegum orðum og góðu viðmóti. Fyrir utan utanríkisstefnu bandaríkjamanna þá man ég eftir auglýsingu sem útskýrir mál mitt.

Auglýsinging er frá tannkremsfyrirtæki sem auglýsti 'sensodine' minnir mig. Hún byrjar á því að kall ætlar að fá sér heitan drykk að drekka en hrekkur svo við þegar elding skýst í kinnina á honum. Næst er það kona sem er að borða ís og alltaf það sama; þau fá eldingu í kinnina. Þá kemur til sögunnar ofurtannkremið sensodine og verkun þess útskýrð á þann hátt að þegar þú tannburstar þig deyfir tannkremið taugarnar eitthvað þannig að þú getur borðað það sem þú vilt. Engu er lofað um að koma í veg fyrir tannskemmdir, aðeins að deyfa þig. Þú gætir þess vegna verið með rjúkandi rústir upp í þér en hey, þú finnur ekki sársaukann með Sensodine.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.