sunnudagur, 6. júlí 2003

Gærdagurinn var hörkufjörugur. Um klukkan 17:30 var farið í körfubolta á Hallormsstað og lauk honum ekki fyrr en ca 20:30. Eftir ferðina til baka og éting var haldið í teiti til Garðars og Bergvins þar sem tefldar voru skákir, hlustað var á tónlist og heimsmálin rædd við koníaksslurk(ef einhver trúir því). Svo lá leiðin á ball í Valaskjálf en ég, Bergvin og Davíð rúntuðum helst til of lengi. Eftir gott trúnaðarskeið við Bergvin var loks farið á ball þar sem Gulla gaf mér ágætis kjaftshögg og ég lék við hvurn minn fingur.

Svona eftir á að hyggja hefði gærkvöldið getað byrjað betur, verið betra og endað betur. Sennilega hefði það verið best ef ég hefði bara leigt spólu í gær eftir körfuboltann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.