laugardagur, 26. júlí 2003

Ég hef bætt við enn einu laginu fyrir ykkur að hlusta á. Að þessu sinni er það lagið Jangling Jack með Nick Cave & the bad seeds. Lagið fjallar um mann sem fer hamingjusamur í land hinna hugrökku, á bar þar sem hann er skotinn. Hann ælir og deyr. Hér getið þið lesið textann í nýjum glugga um leið og þið hlustið á lagið hér. Þetta lag er meistaraverk og flutningurinn á því fær mig til að hlusta á þetta lag daglega, ef ekki nokkrum sinnum á dag. Lagið er tilvalið með í sumarbústaðinn, brúðkaupið eða jafnvel barnaafmælin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.