mánudagur, 14. júlí 2003

Ef ég man rétt þá sá ég myndina 'Die another day' í gærkvöldi en það er nýjasta James Bond myndin. Ég hjó strax eftir því í byrjun að lagið er ömurlegt en það er flutt af Madonnu. Ég veit ekki hversu mikið ég get sagt um þessa mynd án þess að skemma fyrir einhverjum en ég læt amk það flakka að hún gerist að hluta til á Íslandi og orðið "Iceland" er sagt ca 10-15 sinnum mér til kátínu. Vondu kallarnir eru svalir og Brosnan alltaf góður en það að blanda bandaríkjanjósnara í þetta voru mistök. Berry er flott en á ekki heima þarna. Svo eru í myndinni ca 200.000 atriði sem gætu aldrei gengið upp en það þýðir ekki að spá í það þegar um Bond mynd ræðir. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.